Kall eftir efni á Málþing um náttúrufræðimenntun

Kallað er eftir efni á Málþing um náttúrufræðimenntun verður haldið 31. mars og 1. apríl 2017 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð á vegum Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við ýmsa aðila. Lýsing á efni er send inn rafrænt hér: https://goo.gl/forms/KDcUGSdshxuikUW22

Fyrir hverja er málþingið?

Málþingið er ætlað öllum sem koma að menntun í náttúrufræði- og raunvísindagreinum ásamt öðrum áhugasömum. Hér með er auglýst eftir efni á málþingið frá starfandi kennurum á öllum skólastigum, leik-, grunn-, framhalds- og háskóla, skólastjórnendum, fræðafólki, fulltrúum atvinnulífsins og öðrum áhugasömum. Með náttúrufræðimenntun er átt við öll svið innan náttúru- og raunvísinda. Efni ráðstefnunnar er sniðið að öllum skólastigum.

Hvernig efni er kallað eftir?

Kallað er eftir efni af hvaða tagi sem er sem snýr að náttúrufræðimenntun á hvaða skólastigi sem er sem og menntun náttúrufræðikennara.

Hvert er formið á efninu?

Mismunandi form verður á efninu.

  • Kynningar/erindi; hámark 20 mín. með umræðum.
  • Málstofur; þrjú samtengd erindi með umræðum, hámark 1 klst.
  • Smiðjur; vinnustofur þar sem áhersla er lögð á virka þátttöku fólks, hámark 1 klst.
  • Básar; kynningar á efni tengt náttúrufræðimenntun, með viðveru kynningaraðila.
  • Veggspjöld; verða til sýnis meðan á málþinginu stendur.

Hvernig er unnt að senda inn erindi?

Lýsing á efni er send inn rafrænt hér: https://goo.gl/forms/KDcUGSdshxuikUW22

Frestur til að senda inn erindi er til 1. mars 2017.

Svör frá málþingsnefnd munu berast fyrir 10. mars 2017.

Vinsamlega áframsendu bréfið til samstarfsfólks og þeirra sem kunna að hafa áhuga.

Nánari upplýsingar veita Ester Ýr Jónsdóttir, [email protected] og Svava Pétursdóttir, [email protected] hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Að þinginu standa:

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við:

Félag leikskólakennara Félag raungreinakennara
GERT Samlíf, samtök líffræðikennara
NaNO Háskólinn á Akureyri
Náttúrutorg

Málþing um náttúrufræðimenntun 2017

Málþing um náttúrufræðimenntun verður haldið 31. mars – 1. apríl 2017. Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði, erindi, smiðjur og pallborð. Kallað verður eftir framlögum í byrjun janúar 2017.

Að þinginu standa:

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands,
Félag leikskólakennara,
Félag raungreinakennara,
GERT, grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni,
Háskólinn á Akureyri,
Samlíf, samtök líffræðikennara.

Frekari upplýsingar veitir Ester Ýr Jónsdóttir, verkefnisstjóri NaNO: [email protected]

Skráning opin á málþing um náttúrufræðimenntun 17.–18. apríl 2015

Opið er fyrir skráningu á Málþing um náttúrufræðimenntun 17.–18. apríl 2015 í Verzlunarskóla Íslands í Reykjavík á vegum Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Skráning fer fram með því að smella hér.

Skráning fyrir 16. apríl.

Skráningargjaldið er 3.500 kr. Kaffiveitingar innifaldar. Greiðsluseðill verður sendur í netbanka.

Drög að dagskrá

Málþingbæklingur með dagskrá og lýsingum á erindum

Drög að dagskrá má nálgast hér

Fyrir hverja er málþingið?

Málþingið er ætlað öllum sem koma að menntun í náttúrufræði- og raunvísindagreinum ásamt örðum áhugasömum. Hér með er auglýst eftir erindum á málþingið frá starfandi kennurum á öllum skólastigum, leik-, grunn-, framhalds- og háskóla, skólastjórnendum, fræðafólki, fulltrúum atvinnulífsins og öðrum áhugasömum. Með náttúrufræðimenntun er átt við öll svið innan náttúru- og raunvísinda. Efni ráðstefnunnar er sniðið að öllum skólastigum.

Vinsamlega áframsendu bréfið til samstarfsfólks og þeirra sem kunna að hafa áhuga.

Nánari upplýsingar veita Birgir U. Ásgeirsson, [email protected] og Svava Pétursdóttir, [email protected] hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

#natt2015

Að þinginu standa:

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Félag leikskólakennara
Samlíf (Samtök líffræðikennara)
Náttúrutorg
NaNO (Náttúruvísindi á nýrri öld)




Kall eftir erindum á málþing

Kallað er eftir erindum á Málþing um náttúrufræðimenntun verður haldið 17.-18. apríl 2015 í Verzlunarskóla Íslands í Reykjavík á vegum Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Lýsing á erindi er send inn rafrænt hér: http://goo.gl/forms/CvUoWPueLh.

Fyrir hverja er málþingið?

Málþingið er ætlað öllum sem koma að menntun í náttúrufræði- og raunvísindagreinum ásamt örðum áhugasömum. Hér með er auglýst eftir erindum á málþingið frá starfandi kennurum á öllum skólastigum, leik-, grunn-, framhalds- og háskóla, skólastjórnendum, fræðafólki, fulltrúum atvinnulífsins og öðrum áhugasömum. Með náttúrufræðimenntun er átt við öll svið innan náttúru- og raunvísinda. Efni ráðstefnunnar er sniðið að öllum skólastigum.

Hvernig erindum er kallað eftir?

Kallað er eftir erindum sem snúa að náttúrufræðimenntun. Má þar m.a. nefna erindi um

  • kynningu og mat á verkefnum (kennslu- og þróunarverkefnum),
  • rannsóknir á náttúrufræðimenntun,
  • kennslufyrirkomulag, m.a. notkun nýrrar tækni,
  • verklega kennslu,
  • útikennslu og útinám,
  • markmið náttúrufræðináms,
  • nýjar námskrár,
  • framtíðarsýn og stefnu,
  • tengsl við atvinnulífið, stofnanir og umhverfi,
  • samstarf milli skóla og skólastiga,
  • náttúrufræðimenntun í kennaranámi.

Hvert er formið á erindum?

Mismunandi form verða á erindum.

  • Kynningar; hámark 20 mín. með umræðum.
  • Fræðileg erindi; hámark 20 mín með umræðum.
  • Málstofur; þrjár samtengdar kynningar með umræðum, hámark 1 klst.
  • Smiðjur; vinnustofur þar sem áhersla er lögð á virka þátttöku fólks, hámark 1 klst.
  • Básar; notaðir til kynningar með viðveru kynningaraðila.
  • Veggspjöld; verða til sýnis meðan á málþinginu stendur.

Hvernig er unnt að senda inn erindi?

Lýsing á erindi er send inn rafrænt hér: http://goo.gl/forms/CvUoWPueLh.

Frestur til að senda inn erindi er til 1. mars 2015.

Svör frá málþingsnefnd munu berast fyrir 17. mars 2015.

Vinsamlega áframsendu bréfið til samstarfsfólks og þeirra sem kunna að hafa áhuga.

Nánari upplýsingar veita Birgir U. Ásgeirsson, [email protected] og Svava Pétursdóttir, [email protected] hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

 

Að þinginu standa:

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun við Menntavísindasvið
Félag leikskólakennara
Samlíf samtök líffræðikennara
Samtök áhugafólks um skólaþróun.

Málþing um náttúrufræðimenntun 2015

Málþing um náttúrufræðimenntun verður haldið 17.-18. apríl 2015. Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði, erindi, smiðjur og pallborð. Kallað verður eftir framlögum í byrjun janúar 2015.

Að þinginu standa:

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun við Menntavísindasvið
Félag leikskólakennara
Samlíf samtök líffræðikennara
Samtök áhugafólks um skólaþróun.

Frekari upplýsingar: [email protected]

Víðsjár og smásjár í skólastarfi

Eftir vel heppnaða smiðju um víðsjár og smásjár í skólastarfi  hafa borist margar fyrirspurnir um hvar megi nálgast stafrænar smásjár. Fjóla Höskuldsdóttir bendir á að þær megi fá hjá Compuvisor.com

Stafræn smásjá frá Compuvisor

Í tenglasafni Náttúrutorgs má einnig fá þessar upplýsingar og annað um söluaðila búnaðar sem hentar í náttúrufræðikennslu:

A4 selur smásjár

Bræðurnir Ormson hafa selt sjónauka og smásjár.

Sjónaukar selja stjörnusjónauka, sjónauka til fuglaskoðunar og smásjár.

Tölvulistinn selur handsmásjár.

 

Að loknu málþingi

Við viljum færar öllum þátttakendum á málþingi um náttúrufræðimenntun fyrir komuna. Sérlega viljum við þakka þeim 60 sem voru með framlög af einhverju tagi fyrir þeirra framlag. Það er greinilegt að það er margt áhugvert að gerast í náttúrufræðimenntun og við urðum vör við mikla ánægju með það sem í boði var.

Skjákynningar frá flestum kynningum má nálgast við ágrip þeirra.

Myndir frá málþinginu má sjá hér, nokkrar í viðbót hér og  myndir úr stofu 207. Gaman væri að sjá myndir frá fleirum, sendið endilega myndir eða tengil á [email protected].

Náttúrufræðikennarar af öllum skólastigum eru hvattir til að ganga í hóp félaga sinna á Facebook sjá: https://www.facebook.com/groups/222107594472934/

Samlíf, samtök líffræðikennara http://www.lifkennari.is/ og Félag raungreinakennara http://www.ki.is/?PageID=2175 bjóða líka nýja félaga velkomna

Kv. Undirbúningshópurinn