2013
Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun RAUN við Menntavísindasvið HÍ stóð fyrir málþingi um nám og kennslu í náttúrufræðigreinum á 21. öldinni, miðvikudaginn 5. júní 2013 kl. 9:00 – 17:00.
Málþingið var haldið í aðalbyggingu Menntavísindasviðs við Stakkahlíð og var ætlað kennurum á öllum skólastigum.
Dagskráin var fjölbreytt, fyrirlestrar, kynningar og smiðjur. Sjá dagskrá þingsins með ágripum.
Aðalfyrirlesari málþingsins var Michael Reiss prófessor við University of London http://www.ioe.ac.uk/staff/CPAT/GEMS_71.html
Málþingið 2013 var haldið í samstarfi við:
Félag raungreinakennara
Samlíf, Samtök líffræðikennara
Félag leikskólakennara
Félag náttúrufræðikennara í grunnskólum
Náttúrutorg
Myndir frá málþinginu má sjá hér, nokkrar í viðbót hér og myndir úr stofu 207.
2008
Málþing um náttúrufræðimenntun haldið í Kennaraháskóla Íslands 10. júní 2008
2006
Málþing um náttúrufræðimenntun var haldið föstudaginn, 31. mars og laugardaginn, 1. apríl 2006.