Author Archives: svava
Skráning á ráðstefnuna: Vísindin í námi og leik
VÍSINDI Í NÁMI OG LEIK
Laugardaginn 30. mars 2019 verður efnt til ráðstefnunnar Vísindi í námi og leik í samstarfi Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og Málþings um náttúrufræðimenntun*. Á ráðstefnunni verður fjallað um nám og kennslu í náttúruvísindum, stærðfræði og tækni, þ.m.t. upplýsingatækni, í leik-, grunn- og framhaldsskólum.
Ráðstefnan er ætluð kennurum og starfsfólki í leik-, grunn-, og framhaldsskólum og sérstaklega er horft til þess að umfjöllunarefni hafi hagnýtt gildi í skólastarfi. Auk aðalfyrirlestra og pallborðsumræðna verða málstofuerindi, vinnustofur og veggspjöld þar sem reifuð verða ýmis mál er lúta að námi og kennslu með sérstakri áherslu á fyrrnefnd viðfangsefni.Upplýsingar um ráðstefnuna má einnig finna á Facebooksíðum MSHA og Náttúrutorgs og á síðu Miðstöð skólaþróunar.
Skráning á ráðstefnu
Veggspjald til útprentunar- endilega prentið út og setjið upp í skólum ykkar.
Málþing í miklu samstarfi
Að þessu sinni verður málþing um náttúrufræðimenntun haldið í samstarfi við Miðstöð skólaþróunar í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 30. mars.
Eins og áður koma margir að málþinginu og skipulagið langt komið, kall eftir erindum og smiðjum má sjá hér að neðan.
Vel heppnað málþing 2017
Málþing um náttúrufræðimenntun var haldið 31. mars og 1. apríl í Stakkahlíð. Þingið sóttu vel yfir 100 manns, áhugafólk um náttúrfræðimenntun af öllum skólastigum. Þessi þing eru mikilvægur vettvangur fyrir þennan hóp að hittast, ræða málin og læra hvert af öðru. Við getum strax farið að hlakka til 2019 en þá er áætlunin að halda þingið á Akureyri.
Hér fyrir neðan má finna tíst, frá málþinginu. og myndir á Flickr
/sp
Hér má sjá myndir frá málþinginu 17.-18. apríl 2015 sem þótti takast í alla staði mjög vel.
Málþing um náttúrufræðimenntun 2015
Málþing um náttúrufræðimenntun verður haldið 17.-18. apríl 2015. Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði, erindi, smiðjur og pallborð. Kallað verður eftir framlögum í byrjun janúar 2015.
Að þinginu standa:
Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun við Menntavísindasvið
Félag leikskólakennara
Samlíf samtök líffræðikennara
Samtök áhugafólks um skólaþróun.
Frekari upplýsingar: birgira@hi.is
Víðsjár og smásjár í skólastarfi
Eftir vel heppnaða smiðju um víðsjár og smásjár í skólastarfi hafa borist margar fyrirspurnir um hvar megi nálgast stafrænar smásjár. Fjóla Höskuldsdóttir bendir á að þær megi fá hjá Compuvisor.com
Í tenglasafni Náttúrutorgs má einnig fá þessar upplýsingar og annað um söluaðila búnaðar sem hentar í náttúrufræðikennslu:
A4 selur smásjár
Bræðurnir Ormson hafa selt sjónauka og smásjár.
Sjónaukar selja stjörnusjónauka, sjónauka til fuglaskoðunar og smásjár.
Tölvulistinn selur handsmásjár.
Að loknu málþingi
Við viljum færar öllum þátttakendum á málþingi um náttúrufræðimenntun fyrir komuna. Sérlega viljum við þakka þeim 60 sem voru með framlög af einhverju tagi fyrir þeirra framlag. Það er greinilegt að það er margt áhugvert að gerast í náttúrufræðimenntun og við urðum vör við mikla ánægju með það sem í boði var.
Skjákynningar frá flestum kynningum má nálgast við ágrip þeirra.
Myndir frá málþinginu má sjá hér, nokkrar í viðbót hér og myndir úr stofu 207. Gaman væri að sjá myndir frá fleirum, sendið endilega myndir eða tengil á svavap@hi.is.
Náttúrufræðikennarar af öllum skólastigum eru hvattir til að ganga í hóp félaga sinna á Facebook sjá: https://www.facebook.com/groups/222107594472934/
Samlíf, samtök líffræðikennara http://www.lifkennari.is/ og Félag raungreinakennara http://www.ki.is/?PageID=2175 bjóða líka nýja félaga velkomna
Kv. Undirbúningshópurinn
Dagskrá og ágrip
Hér má nálgast prentvænni útgáfur af dagskránni og ágripum: Dagskrá- Til útprentunar.. og Ágrip- til útprentunar
Skráningu er lokið og fór fram út björtustu vonum sjá þátttakendur.
Skráningu lýkur í dag!
Fjölmargir hafa þegar boðað komu sína á málþing um náttúrufræðimenntun, en enn er tími í dag mánudaginn 3. júní til að bætast í hópinn en skráningu lýkur í lok dags.
Skráning hér: http://malthing.natturutorg.is/skraning/