Málþing um náttúrufræðimenntun

Erindi, kynningar og smiðjur.

Ágrip lota 1

Ágrip málstofur í lotu 1, föstudag

Stofa A

A1. Þróunarverkefni um Raungreinabúðir á Reykjanesi

Hildur Sigfúsdóttir, Þekkingarsetur Suðurnesja
Kynning á þróunarverkefni um Raungreinabúðir á Reykjanesi sem hófst í september 2020 en á sér lengri forsögu. Samstarfsaðilar eru Geocamp Iceland, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Keili og Þekkingarsetur Suðurnesja. Markmið verkefnisins er að þróa og prufukeyra Raungreinabúðir fyrir elstu nemendur grunnskóla í Þekkingarsetri Suðurnesja í Sandgerði. Verkefnið er styrkt af Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum til eins árs.
Science Talenter sér um raungreinabúðir og endurmenntun kennara til vísindaleiðtoga í Danmörku. Markmið raungreinabúða er að vera einn þáttur af mörgum sem hefur jákvæð áhrif á þroska nemenda og efla vísindalæsi. Að vera viðbót við það nám sem þegar á sér stað í skólum og að styrkja félagsleg tengsl. Nú þegar hefur hópur af Suðurnesjum farið í kynningarferð til Danmerkur og fulltrúi Science Talenter komið hingað og haldið kynningu fyrir kennara á svæðinu.
Þróunarverkefnið er tvíþætt, annars vegar að bjóða upp á raungreinabúðir fyrir unglinga sem hafa áhuga á vísindum og veita þeim tækifæri til þess að kafa dýpra í viðfangsefni. Hins vegar að halda námskeið fyrir náttúrufræðikennara í að greina einstaklingsbundna hæfileika nemenda og leiðir til að virkja áhugahvöt þeirra með hagnýtum aðferðum.

A2. Hreint haf – Nýtt valdeflandi námsefni um hafið

Margrét Hugadóttir, Landvernd
Námsefnið Hreint haf fjallar um hvernig hafið hefur áhrif á okkur og hvernig við höfum áhrif á hafið. Námsefnið er valdeflandi og takast nemendur á við raunveruleg verkefni.
Viðfangsefni rafbókarinnar er haflæsi, áhrif loftslagsbreytinga og plastmengunar á hafið. Efnið er ætlað nemendum á miðstigi, unglingastigi og sem ítarefni á fyrstu árum framhaldsskóla.
Nemendur takast á við raunveruleg verkefni og hafa áhrif. Þemaverkefnið Hafðu áhrif! er valdeflandi og veitir nemendum verkfæri til að takast á við flókin viðfangsefni líkt og loftslagsbreytingar á tímum loftslagskvíða. Nemendur fylgja ákveðnu verkferli og hafa áhrif í raun og veru.
Kennaramiðað námsefni, nemendamiðuð verkefni:
Námsefnið tengist vel hæfniviðmiðum náttúrugreina og samfélagsgreina og grunnþáttum menntunar. Þá sér í lagi sjálfbærni og lýðræði og mannréttindum, sköpun og heilbrigði og velferð. Verkefni eru tengd við hæfniviðmið og námsefninu fylgir sóknarkvarði.
Námsefnið styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

A3. Expanding science instruction in Iceland through science outreach

Sean M Scully, University of Akureyri
Developing science literacy skills is a major outcome of Iceland´s National Curriculum although data from PISA suggests that Icelandic students perform below average in science and math. The OECD suggests that one of the best ways to foster science literacy is to increase early exposure to high quality science education. In the autumn of 2018, undergraduate students from the University of Akureyri formed a hands-on outreach program, “Vísundur”, which took six 45-minute science lessons into two elementary schools in Akureyri. The purpose of the project was to increase exposure of compulsory school students to hands-on science concepts and present an opportunity for student teachers to gain classroom experience. The undergraduate students adapted lessons in chemistry, biology, and physics and further developed materials for use in instruction within Icelandic classrooms. Elementary school students engaged in hands-on science experiments aimed at introducing key science concepts and terms followed by a reflective exercise in which students expressed their observations and applied new terminology accordingly. Anecdotes from these experiences will be shared as well as future plans for developing this outreach program in an effort to reach a wider audience.

Stofa B

B1. Leiðsagnarnám í náttúrufræðikennslu

Helga Snæbjörnsdóttir Hlíðaskóli, Reykjavík
Hvernig skipuleggur maður náttúrufræðikennslu með leiðsagnarnám að leiðarljósi? Mín reynsla af að skipuleggja kennslustundir, námsumhverfi og lærdómsferli hjá nemendum í unglingadeild.
Það sem skiptir mestu máli:
*Markmið skýr og nemandinn veit hvað hann er að læra og hvað hann á að gera.
*Fyrirmyndarverkefni sýnileg
*Uppbygging kennslustunda vel undirbúin.

Leiðsagnarnám fékk mig til að endurhugsa og endurskipuleggja kennslufyrirkomulag mitt í náttúrufræði. Það hefur dýpkað skilning minn á því hvað nemendur eru færir um að gera og eftir að ég hóf þessa vegferð hafa gæði skilaverkefna frá nemendum aukist töluvert.

B2. Er samþætting í náttúrufræðikennslu líkleg til aukins árangurs nemenda?

Ottó Tynes, Austurbæjarskóli
Umræðan og/eða krafan um betri árangur hjá grunnskólanemendum í náttúrufræði hefur verið töluverð eftir slaka útkomu PISA könnunarinnar. Hugmyndin um að fjölga náttúrufræðitímum hefur borið á góma hjá yfirvöldum og fengið ýmiskonar viðbrögð. Ég hóf nýlega störf sem náttúrufræðikennari í grunnskóla og kom mér það mjög á óvart hvað lítið samtal er á milli náttúrufræðikennara grunnskólanna (eða bara ekki neitt að mínu viti). Einnig sé ég töluverðan ávinning af samtali við náttúrufræðikennara framhaldsskóla sem gæti verið leiðandi í áherslum í náminu og einnig námsáætlunum. Í stuttu erindi mínu langar mig að varpa þeirri hugmynd fram að aukin samþætting í náttúrufræðikennslu (hvernig sem hún yrði útfærð) eða í það minnsta aukið samtal hljóti að virka sem hvatning og stuðningur við kennara og skili sér þannig í bættum námsárangri. Ég vonast eftir því að heyra raddir þeirra sem reynsluna hafa því þetta er örugglega ekki í fyrsta sinn sem þessi hugmynd / athugasemd kemur upp.

B3. Köfum dýpra með verkefnamiðuðu námi og samþættingunámsgreina- Fellur niður

Ingibjörg Stefánsdóttir og fleiri, Grundaskóla  Undanfarin ár hafa kennarar á unglingastigi í Grundaskóla kennt eftir opinni stundatöflu með áherslu á samþættingu námsgreina. Slíkir kennsluhættir fela í sér að nemendur vinna að heildstæðum verkefnum þar sem unnið er út frá ákveðnu viðfangsefni og námsgreinarnar fléttaðar inn í vinnuna. Verkefnin eru tengd reynsluheimi nemenda s.s. nærumhverfinu, atvinnulífinu og alþjóðasamfélaginu.  Með þessum hætti gefst nemendum tækifæri til að öðlast dýpri og betri skilning m.a. í  náttúrufræði. Viðfangsefnin hafa verið fjölbreytt og með þvi að nálgast námið á þennan hátt sjá nemendur oft aukinn tilgang með náminu.  Námsmatið hefur verið af ýmsum toga, þar sem nemendur, foreldrar og kennarar  koma að matinu.

Stofa C

C1. Lifandi náttúra kynning á nýju námsefni

Sigurlaug Arnardóttir Landvernd
Kynning á nýju námsefni sem er safn verkefna fyrir yngri nemendur sem tengjast öll lífbreytileika (líffræðilegri fjölbreytni). Námsefnið tengir við lífbreytileika á ýmsan hátt t.d. með verkefnum þar sem farið er á náttúrusvæði og nemendur fræðast um plöntur og dýr sem lifa á svæðinu, einnig eru verkefni um ræktun, en með ræktun kynnast nemendur hringrás náttúrunnar og stuðla að sjálfbærum lífsháttum. Nemendur átta
sig á mikilvægi plantna, þörfum þeirra og uppruna. Markmiðið er að efnið sé verklegt, verkefnamiðað og bjóði upp á notkun snjalltækja og stuðli að útiveru.

 C2. Læsi og náttúruvísindi á yngsta stigi

Brynhildur Bjarnadóttir, Háskólinn á Akureyri

Hvernig er best að haga samþættingu læsis og náttúruvísinda á yngsta stigi? Hvernig getum við nýtt okkur læsi til að efla skilning og þekkingu nemenda á yngsta stigi innan náttúruvísinda? Hvaða kennsluaðferðir henta? Hvaða kennsluefni er í boði?
Í erindinu er ætlunin að leita svara við ofangreindum spurningum. Horft verður á mikilvægi þess að byggja upp orðaforða og hugtakanotkun gegnum lestur, sem nýtist nemendum í náttúruvísindanámi. Kennsluaðferðir þar sem unnið er með þætti eins og reynslu, áhugahvöt og umhverfi hafa reynst vel. Mikilvægi þess að byggja upp fjölbreyttan orðaforða með hugtökum úr náttúrunni er ótvírætt og hægt er að vinna með slíka þætti bæði utan og innan kennslustofunnar. Kennsla út í náttúrunni (útikennsla) hentar afar vel til að hjálpa nemendum við merkingasköpun á hugtökum sem þeir lesa um inn í skólastofunni þ.e. að byggja brúna milli orðanna í kennslubókinni og raunverulegs skilnings barnsins á hugtakinu.
Framboð á lestar- og kennsluefni skiptir miklu máli þegar unnið er að því að vekja áhuga barna á náttúruvísindum. Bókaflokkar eins og Allt milli himins og jarðar og Komdu og skoðaðu, hafa reynst vel til kennslu á yngsta stigi.

C3. Vísindasýningar (Science Fairs) í skólum

Dögg Lára Sigurgeirsdóttir, Langholtsskóla
Hildur Arna Håkansson, Skarðshlíðaskóla
Laurie Berg, Alþjóðadeild Landakotsskóla
Martin Swift Vísindasmiðja Háskóla Íslands
Ragna Skinner, Vísindasmiðja Háskóla Íslands

Vísindasýningar (Science Fairs) eru haldnar í grunn- og framhaldsskólum um víða veröld.
Á Íslandi hafa kennarar og skólar verið að þróa og prófa sig áfram með þetta form og í málstofunni munum við fjalla um útfærslu vísindasýninga, heyra reynslusögur, skiptast á hugmyndum og horfa til framtíðar.

Eitt mikilvægasta hlutverk náttúrufræðikennslu í grunnskóla er að viðhalda forvitni og áhuga nemenda á umhverfi sínu og sjálfum sér. Nemandinn byggir á fyrri þekkingu og fær aðstoð við að byggja upp og þróa þekkingarheim sinn, m.a. með því að glíma við hluti og leysa viðfangsefni.

Vísindasýning er nokkurs konar uppskeruhátíð nemandans sem þekkingarsmiðs, því þar kynna nemendur niðurstöður vísindaverkefna/rannsókna sinna á fjölbreyttan hátt, t.d. í formi skýrslu, á skjá, með sýnitilraunum, leik og/eða með líkani sem þeir hafa búið til.
Í aðdraganda Vísindasýningar hljóta nemendur þjálfun í ferli vísinda; þeir spyrja spurninga, setja fram tilgátur, leita svara með athugunum og rannsóknum, skrá niðurstöður, túlka þær og setja þær svo fram og miðla til annara, svosem fjölskyldu og skólafélaga, á Vísindasýningu.

Ef til verka er vandað birtast sjálfstæð vinnubrögð og gagnrýnin hugsun nemenda í verkefninu, þeir þjálfast í að koma fram og kynna niðurstöður fyrir öðrum á vísindalegan hátt, og vel unnið verk eykur stolt og hvetur nemendur til að ná enn betri árangri.

Stofa D

D1. 3B Scientific – Kynntu þér helstu nýjungar

A4- 3B Scientific

Grunn-framhalds- og háskóli

Kynntu þér helstu nýungar frá 3B Scientific:

  • some bestselling models
  • 3B Smart Anatomy
  • Microscopes and related products

 

D2. „Viltu fá nýjar hugmyndir fyrir þína nemendur? Pasco er með lausnina fyrir grunn- og framhaldsskóla

Kynning á vegum A4 og Pasco
Join A4 for demonstrations using the latest wireless sensors from PASCO Scientific.  Activities involving temperature, pH, sound and the new smart cart will be featured using SPARKvue software available on all devices.

E1. Fáðu lifandi kynningu á helstu nýjungum frá Pasco áherslu á háskólakennslu

Kynning á vegum A4 og Pasco
Join A4 for demonstrations using the latest wireless sensors from PASCO Scientific for university physics and chemistry.  Activities involving sound, circuits, spectrometry, and optics will be featured using Capstone software

E2. Avantis – sýndarveruleikagleraugu:

Kynning á vegum A4 og Avantis

Grunn- og framhaldsskóli

 https://youtu.be/B9HqKvUwgxo