Málþing um náttúrufræðimenntun

Erindi, kynningar og smiðjur.

Skráning á ráðstefnuna: Vísindin í námi og leik

VÍSINDI Í NÁMI OG LEIK

Laugardaginn 30. mars 2019 verður efnt til ráðstefnunnar Vísindi í námi og leik í samstarfi Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og Málþings um náttúrufræðimenntun*. Á ráðstefnunni verður fjallað um nám og kennslu í náttúruvísindum, stærðfræði og tækni, þ.m.t. upplýsingatækni, í leik-, grunn- og framhaldsskólum.

Ráðstefnan er ætluð kennurum og starfsfólki í leik-, grunn-, og framhaldsskólum og sérstaklega er horft til þess að umfjöllunarefni hafi hagnýtt gildi í skólastarfi. Auk aðalfyrirlestra og pallborðsumræðna verða málstofuerindi, vinnustofur og veggspjöld þar sem reifuð verða ýmis mál er lúta að námi og kennslu með sérstakri áherslu á fyrrnefnd viðfangsefni.Upplýsingar um ráðstefnuna má  einnig finna á Facebooksíðum MSHA og Náttúrutorgs og á síðu Miðstöð skólaþróunar.

Skráning á ráðstefnu

Veggspjald til útprentunar- endilega prentið út og setjið upp í skólum ykkar.

Comments are closed.