Að þessu sinni verður málþing um náttúrufræðimenntun haldið í samstarfi við Miðstöð skólaþróunar í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 30. mars.
Eins og áður koma margir að málþinginu og skipulagið langt komið, kall eftir erindum og smiðjum má sjá hér að neðan.
Vísindi í námi og leik
Ráðstefna um menntavísindi á vegum Miðstöðvar skólaþróunar og Málþings um náttúrufræðimenntun verður haldin í Háskólanum á Akureyri laugardaginn
30. mars 2019
Laugardaginn 30. mars 2019 verður efnt til ráðstefnu í samstarfi Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og Málþings um náttúrufræðimenntun*. Á ráðstefnunni verður fjallað um nám og kennslu í náttúruvísindum, stærðfræði og tækni, þ.m.t. upplýsingatækni, í leik-, grunn- og framhaldsskólum.
Ráðstefnan er ætluð kennurum og starfsfólki í leik-, grunn-, og framhaldsskólum og sérstaklega er horft til þess að umfjöllunarefni hafi hagnýtt gildi í skólastarfi. Auk aðalfyrirlestra og pallborðsumræðna verða bæði málstofuerindi og vinnustofur þar sem reifuð verða ýmis mál er lúta að námi og kennslu með sérstakri áherslu á fyrrnefnd viðfangsefni.
Málstofuerindi eru 30 mínútur og þar gefst flytjendum tækifæri til þess að segja frá áhugaverðum verkefnum í skólum, skólaþróunarstarfi og/eða rannsóknum á þessu sviði. Vinnustofur eru 60 mínútur, þar er gert ráð fyrir kynningu á tilteknum aðferðum, námsefni og/eða verkfærum og að ráðstefnugestir fái að auki tækifæri til að taka þátt.
Hér með auglýsum við eftir erindum á málstofur og efni fyrir vinnustofur
frá leik-, grunn-, framhalds- og háskólakennurum, kennsluráðgjöfum, skólastjórnendum og öðrum áhugasömum um efni ráðstefnunnar.
Einkum er leitað eftir:
- kynningu á árangursríkum leiðum, aðferðum og verkfærum í daglegu starfi kennara með nemendum,
- kynningu á árangursríkum þróunarverkefnum,
- kynningu á nýlegum íslenskum og erlendum rannsóknum,
- umfjöllun um strauma og stefnur í námi og kennslu náttúrvísinda, stærðfræði og tækni.
Frestur til að senda inn lýsingu á málstofuerindi eða vinnustofu að hámarki 300 orð er til
15. febrúar.
Svör um samþykki frá ráðstefnuteymi munu berast 22. febrúar.
Nánari upplýsingar veita Laufey Petrea Magnúsdóttir, sími: 4608590, netfang: laufey@unak.is og Brynhildur Bjarnadóttir, sími: 4608586, netfang: brynhildurb@unak.is
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna eru á heimasíðum MSHA – msha.is og á Náttúrutorgi – natturutorg.is og á facebooksíðum MSHA og Náttúrutorgs.
*Að baki Málþings um náttúrufræðimenntun standa ýmis félög og samtök, má þar nefna: Samlíf – samtök líffræðikennara, Félag raungreinakennara, NaNO – Náttúruvísindi á nýrri öld, GERT, RAUN – Rannsóknar-stofu um náttúrufræðimenntun, Flöt – samtök stærðfræðikennara og Félag leikskólakennara. Að auki koma Menntavísindasvið HÍ og Kennaradeild HA að ráðstefnunni.