06/02/2023
by svava
Comments Off on Ráðstefna um menntun í náttúruvísindum
Kallað er eftir efni á Ráðstefnu um menntun í náttúruvísindum sem verður haldin 14. og 15. apríl 2023 í Fjölbrautaskóla Suðurlands. Lýsing á efni er sent inn rafrænt hér: https://forms.gle/L1AckfmuF2gc6St19
Fyrir hverja er ráðstefnan?
Ráðstefnan er ætluð öllum sem koma að menntun í náttúrufræði- og raunvísindagreinum ásamt öðrum áhugasömum. Hér með er auglýst eftir efni á ráðstefnuna frá starfandi kennurum á öllum skólastigum, leik-, grunn-, framhalds- og háskóla, skólastjórnendum, fræðafólki, fulltrúum atvinnulífsins og öðrum áhugasömum. Með menntun í náttúruvísindum er átt við öll svið innan náttúru- og raunvísinda. Efni ráðstefnunnar er sniðið að öllum skólastigum.
Hvernig efni er kallað eftir?
Kallað er eftir efni af hvaða tagi sem er sem snýr að náttúrufræðimenntun á hvaða skólastigi sem er sem og menntun náttúrufræðikennara.
Hvert er formið á efninu?
Mismunandi form verður á efninu.
- Kynningar/erindi; hámark 20 mín. með umræðum.
- Ritrýnt erindi; hámark 20 mínútur með umræðum
- Málstofur; þrjú samtengd erindi með umræðum, hámark 1 klst.
- Smiðjur; vinnustofur þar sem áhersla er lögð á virka þátttöku fólks, hámark 1 klst.
- Básar; kynningar á efni tengt náttúrufræðimenntun, með viðveru kynningaraðila.
- Veggspjöld; verða til sýnis meðan á málþinginu stendur.
Hvernig er unnt að senda inn erindi?
Lýsing á efni er sent inn rafrænt hér: https://forms.gle/L1AckfmuF2gc6St19
Frestur til að senda inn erindi er til 1. mars 2023.
Svör frá málþingsnefnd munu berast fyrir 10. mars 2023.
Vinsamlega áframsendu bréfið til samstarfsfólks og þeirra sem kunna að hafa áhuga.
Nánari upplýsingar Svava Pétursdóttir, svavap@hi.is, Haukur Arason, arason@hi.is.