Málþing um náttúrufræðimenntun

Erindi, kynningar og smiðjur.

Opið er fyrir skráningu á ráðstefnu um náttúrufræðimenntun 2021

Skráningu á  ráðstefnu um náttúrufræðimenntun sem fer fram á netinu föstudaginn 19. mars kl. 13:00-16:10 og laugardaginn 20. mars kl. 9:00-13:00 er hafin og stendur til 18. mars.   Skráning fer fram með því að smella hér.

Skráningargjaldið er ekkert

Dagskrá

Dagskrána má nálgast hér http://malthing.natturutorg.is/dagskra-radstefnu-um-natturufraedimenntun-2021/ .

Aðalfyrirlesarar verða:

Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands: Náttúruvísindi – grunnur að farsælli framtíð.

Professor Nicola Spence, plöntuheilsusérfræðingur, Deild umhverfis, matvæla og dreifbýlis. London, Englandi. ‘Responding to an increasing threat – protecting the UK from plant pests and diseases’

Penny Cobau-Smith, prófessor emeritus og fyrrum forseti Menntavísindadeildar Adrian College (Michigan, USA). Kenndi náttúrufræði í yfir 30 ár framhaldsskóla:  The Essential Value of a Hands-On Science Education: Research, Empirical Evidence and Practical Application.

Bíósýning: Við vekjum athygli á sérstakri bíósýningu í tengslum við ráðstefnuna í Bíó Paradís kl. 15:00 á laugardeginum.  Sýnd verður myndin Eins og málverk, Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor í líffræði við HÍ og Eggert Pétursson listamálari munu kynna myndina á undan sýningunni. Miðaverð 1600 kr.

Fyrir hverja er ráðstefnan?

Ráðstefna er ætluð öllum sem koma að menntun í náttúrufræði- og raunvísindagreinum ásamt örðum áhugasömum. Efni ráðstefnunnar er sniðið að öllum skólastigum. Á ráðstefnunni verður efni frá starfandi kennurum á öllum skólastigum, leik-, grunn-, framhalds- og háskóla, skólastjórnendum, fræðafólki, fulltrúum atvinnulífsins og öðrum áhugasömum. Með náttúrufræðimenntun er átt við öll svið innan náttúru- og raunvísinda.

Vinsamlega bentu samstarfsfólki og öllum þeim sem kunna að hafa áhuga á ráðstefnunni á að skrá sig.

Nánari upplýsingar veitir Svava Pétursdóttir svavap@hi.is og Haukur Arason arason@hi.is , hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

#natt2021

Að ráðstefnunni standa

Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við:
Félag leikskólakennara
Félag raungreinakennara
Háskólann á Akureyri
NaNO
Náttúrutorg
Samlíf, Samtök líffræðikennara

Comments are closed.