Ráðstefnudagar – helstu upplýsingar

Verið velkomin á ráðstefnu um náttúrufræðimenntun. Þegar þetta er ritað hafa 144 skráð sig til leiks sem er metþátttaka og við búumst við spennandi dögum með fjölbreyttri dagskrá.

Hér eru helstu tenglar:

SAMEIGINLEG DAGSKRÁ FER FRAM HÉR:  https://eu01web.zoom.us/j/66361367817  

Dagskrá ráðstefnunnar.      Dagskrá til útprentunar         –          Ágrip til útprentunar

Málstofur á föstudag

Málstofur á laugardag

Glósum saman

Miðasala á bíósýninguna https://tix.is/is/event/11053/eins-og-malverk/ 

Hægt verður að skrá sig fram á síðustu stundu hér.

Undirbúningsnefndin þakkar öllum þeim sem lagt hafa fram dagskrárliði, má þar sérlega nefna Kolbrúnu Pálsdóttur forseta menntavísindsviðs sem setur þingið, Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og menntamálaráðherra sem ávarpar það. Síðan færum við okkar bestu þakkir til aðalfyrirlesarana Svönu Helen Björnsdóttur, formaður Verkfræðingafélags Íslands,  professor Nicola Spencer og Penny Cobau-Smith, professor emeritus.

Undirbúningshópinn skipuðu

Svava Pétursdóttir,  Kristín Norðdahl, og Haukur Arason Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun
Sean Scully, Háskólanum á Akureyri
Hólmfríður Sigþórsdóttir, Samtök líffræðikennara
Magnús Hlynur Haraldsson, Félag raungreinakennara
Sólveig Baldursdóttir, Víðistaðaskóla
Ingibjörg Stefánsdóttir Grundaskóla

http://malthing.natturutorg.is/  #natt2021

Eins og málverk- tryggið ykkur miða

Hluti af ráðstefnunni er sýning á myndinni Eins og málverk  laugardaginn 20. mars kl. 15:00 í Bíó Paradís, – Tryggið ykkur miða – ath takmarkað sætaframboð
„Eins og málverk eftir Eggert Pétursson” er heimildarmynd um listmálarann Eggert Pétursson. Og á ferð okkar um Ísland njótum við leiðsagnar Þóru Ellenar Þórhallsdóttur grasafræðings, sem sameinar upplifun okkar á íslenskri náttúru og flórumengi blómamynda Eggerts.

Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor í líffræði við HÍ og Eggert Pétursson listamálari munu kynna myndina á undan sýningunni. Miðasala er á tix.is  https://tix.is/is/event/11053/

Leikstjóri: Gunnlaugur Þór Pálsson
Tegund: Heimildarmynd
Lengd: 74 min

Sýnishorn: https://youtu.be/riq0qbCQtzQ

Vonumst til að sjá sem flesta
Hér eru nokkrir tenglar þar sem lesa má um myndina

https://www.frettabladid.is/lifid/samkomubanni-bitnai-a-blomum/

Https://www.kvikmyndavefurinn.is/films/nr/1992

Svona var hún kynnt fyrir frumsýningu hennar… https://tix.is/is/event/9877/eins-og-malverk-eftir-eggert-petursson-stockfish-festival-/

Opið er fyrir skráningu á ráðstefnu um náttúrufræðimenntun 2021

Skráningu á  ráðstefnu um náttúrufræðimenntun sem fer fram á netinu föstudaginn 19. mars kl. 13:00-16:10 og laugardaginn 20. mars kl. 9:00-13:00 er hafin og stendur til 18. mars.   Skráning fer fram með því að smella hér.

Skráningargjaldið er ekkert

Dagskrá

Dagskrána má nálgast hér http://malthing.natturutorg.is/dagskra-radstefnu-um-natturufraedimenntun-2021/ .

Aðalfyrirlesarar verða:

Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands: Náttúruvísindi – grunnur að farsælli framtíð.

Professor Nicola Spence, plöntuheilsusérfræðingur, Deild umhverfis, matvæla og dreifbýlis. London, Englandi. ‘Responding to an increasing threat – protecting the UK from plant pests and diseases’

Penny Cobau-Smith, prófessor emeritus og fyrrum forseti Menntavísindadeildar Adrian College (Michigan, USA). Kenndi náttúrufræði í yfir 30 ár framhaldsskóla:  The Essential Value of a Hands-On Science Education: Research, Empirical Evidence and Practical Application.

Bíósýning: Við vekjum athygli á sérstakri bíósýningu í tengslum við ráðstefnuna í Bíó Paradís kl. 15:00 á laugardeginum.  Sýnd verður myndin Eins og málverk, Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor í líffræði við HÍ og Eggert Pétursson listamálari munu kynna myndina á undan sýningunni. Miðaverð 1600 kr.

Fyrir hverja er ráðstefnan?

Ráðstefna er ætluð öllum sem koma að menntun í náttúrufræði- og raunvísindagreinum ásamt örðum áhugasömum. Efni ráðstefnunnar er sniðið að öllum skólastigum. Á ráðstefnunni verður efni frá starfandi kennurum á öllum skólastigum, leik-, grunn-, framhalds- og háskóla, skólastjórnendum, fræðafólki, fulltrúum atvinnulífsins og öðrum áhugasömum. Með náttúrufræðimenntun er átt við öll svið innan náttúru- og raunvísinda.

Vinsamlega bentu samstarfsfólki og öllum þeim sem kunna að hafa áhuga á ráðstefnunni á að skrá sig.

Nánari upplýsingar veitir Svava Pétursdóttir [email protected] og Haukur Arason [email protected] , hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

#natt2021

Að ráðstefnunni standa

Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við:
Félag leikskólakennara
Félag raungreinakennara
Háskólann á Akureyri
NaNO
Náttúrutorg
Samlíf, Samtök líffræðikennara

Kall eftir erindum – Lumar þú á áhugaverðu efni?

Til allra áhugasamra um náttúrufræðikennslu. 19.-20. mars verður rafræn ráðstefna um náttúrufræðimenntun. Er hún ætluð öllum sem fást við náttúrufræðimenntun á öllum skólastigum.
Í skólasamfélaginu eru margir að gera spennandi spennandi hluti í sinni kennslu sem vert væri að segja frá. Undirbúningsnefnd ráðstefnunnar biðlar til allra bjóða uppá erindi, kynningu eða vinnusmiðju á ráðstefnunni.

Lumar þú á áhugaverðu efni?  Fylltu þá út þetta form fyrir 15.  febrúar  https://forms.gle/qGCYjebZG9c8ESpm9 

2015-04-17 14.20.long

Frá málþingi 2015

Spurningum má beina til undirbúningshópsins
Svava Pétursdóttir,  [email protected]
Sólveig Baldursdóttir, [email protected]
Sean Scully, [email protected]
Magnús Hlynur Haraldsson, [email protected]
Kristín Norðdahl, [email protected]
Ingibjörg Stefánsdóttir, [email protected]
Hólmfríður Sigþórsdóttir,  [email protected]
Haukur Arason, [email protected]

http://malthing.natturutorg.is/  #natt2021

 

Skráning á ráðstefnuna: Vísindin í námi og leik

VÍSINDI Í NÁMI OG LEIK

Laugardaginn 30. mars 2019 verður efnt til ráðstefnunnar Vísindi í námi og leik í samstarfi Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og Málþings um náttúrufræðimenntun*. Á ráðstefnunni verður fjallað um nám og kennslu í náttúruvísindum, stærðfræði og tækni, þ.m.t. upplýsingatækni, í leik-, grunn- og framhaldsskólum.

Ráðstefnan er ætluð kennurum og starfsfólki í leik-, grunn-, og framhaldsskólum og sérstaklega er horft til þess að umfjöllunarefni hafi hagnýtt gildi í skólastarfi. Auk aðalfyrirlestra og pallborðsumræðna verða málstofuerindi, vinnustofur og veggspjöld þar sem reifuð verða ýmis mál er lúta að námi og kennslu með sérstakri áherslu á fyrrnefnd viðfangsefni.Upplýsingar um ráðstefnuna má  einnig finna á Facebooksíðum MSHA og Náttúrutorgs og á síðu Miðstöð skólaþróunar.

Skráning á ráðstefnu

Veggspjald til útprentunar- endilega prentið út og setjið upp í skólum ykkar.

Málþing í miklu samstarfi

Að þessu sinni verður málþing um náttúrufræðimenntun haldið í samstarfi við Miðstöð skólaþróunar í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 30. mars.

Eins og áður koma margir að málþinginu og skipulagið langt komið, kall eftir erindum og smiðjum má sjá hér að neðan.

  Continue reading

Vel heppnað málþing 2017

Málþing um náttúrufræðimenntun var haldið 31. mars og 1. apríl í Stakkahlíð.  Þingið sóttu vel yfir 100 manns, áhugafólk um náttúrfræðimenntun af öllum skólastigum.  Þessi þing eru mikilvægur vettvangur fyrir þennan hóp að hittast, ræða málin og læra hvert af öðru.  Við getum strax farið að hlakka til 2019 en þá er áætlunin að halda þingið á Akureyri.

Hér fyrir neðan má finna tíst, frá málþinginu.   og myndir á Flickr

/sp

Ekki gleyma að skrá þig!

Opið er fyrir skráningu til og með 30. mars. Skráning fer fram með því að smella hér.

Skráningargjaldið er 4.000 kr., í því felast allir viðburðir í dagskrá og kaffiveitingar. Greiðsluseðill verður sendur í netbanka. Skráning er bindandi.

Dagskrá

Efni málþings – Ágrip og lýsingar efnis á málþinginu.

Dagskrá málþings – Yfirlit dagskrár á pdf-formi (uppfært 29.3.2017).

Málþingsbæklingur – Ágrip og lýsingar efnis á málþinginu ásamt yfirliti dagskrár, á pdf-formi. Gott er að hlaða skjalinu niður í símann áður en málþingið hefst 😉

Sameiginlegum viðburður í Bratta verður streymt til þeirra sem eru úti á landi eða eiga ekki heimangengt. Öðrum viðburðum á málþinginu verður ekki streymt. Við vonum að þetta falli í góðan jarðveg en bendum á að það jafnast ekkert á við að mæta á staðinn!

Á föstudeginum getið þið fylgst með hér en á laugardeginum hér, ekki er um sömu slóðir að ræða.

Fyrir hverja er málþingið?

Málþingið er ætlað öllum sem koma að menntun í náttúrufræði- og raunvísindagreinum ásamt örðum áhugasömum. Efni málþingsins er sniðið að öllum skólastigum. Á málþinginu verður efni frá starfandi kennurum á öllum skólastigum, leik-, grunn-, framhalds- og háskóla, skólastjórnendum, fræðafólki, fulltrúum atvinnulífsins og öðrum áhugasömum. Með náttúrufræðimenntun er átt við öll svið innan náttúru- og raunvísinda.

Vinsamlega bentu samstarfsfólki og öllum þeim sem kunna að hafa áhuga á .málþinginu á að skrá sig.

Nánari upplýsingar veitir Ester Ýr Jónsdóttir, [email protected], hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

#natt2017

Að þinginu standa

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við:

Félag leikskólakennara Félag raungreinakennara
GERT Samlíf, samtök líffræðikennara
NaNO Háskólinn á Akureyri
Náttúrutorg

Opið er fyrir skráningu á Málþing um náttúrufræðimenntun 2017

Opið er fyrir skráningu á Málþing um náttúrufræðimenntun sem fer fram dagana 31. mars og 1. apríl 2017 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð á vegum Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við ýmsa aðila. Skráning fer fram með því að smella hér.

Opið er fyrir skráningu til og með 30. mars.

Skráningargjaldið er 4.000 kr. Kaffiveitingar innifaldar. Greiðsluseðill verður sendur í netbanka. Skráning er bindandi.

Dagskrá

Dagskrá má nálgast hér (uppfært 19.3.2017)

Málþingsbæklingur með dagskrá og lýsingum á erindum er í vinnslu og verður birtur hér innan tíðar.

Fyrir hverja er málþingið?

Málþingið er ætlað öllum sem koma að menntun í náttúrufræði- og raunvísindagreinum ásamt örðum áhugasömum. Efni málþingsins er sniðið að öllum skólastigum. Á málþinginu verður efni frá starfandi kennurum á öllum skólastigum, leik-, grunn-, framhalds- og háskóla, skólastjórnendum, fræðafólki, fulltrúum atvinnulífsins og öðrum áhugasömum. Með náttúrufræðimenntun er átt við öll svið innan náttúru- og raunvísinda.

Vinsamlega bentu samstarfsfólki og öllum þeim sem kunna að hafa áhuga á .málþinginu á að skrá sig.

Nánari upplýsingar veitir Ester Ýr Jónsdóttir, [email protected], hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

#natt2017

Að þinginu standa

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við:

Félag leikskólakennara Félag raungreinakennara
GERT Samlíf, samtök líffræðikennara
NaNO Háskólinn á Akureyri
Náttúrutorg