Málþing um náttúrufræðimenntun

Erindi, kynningar og smiðjur.

07/06/2013
by svava
Comments Off on Að loknu málþingi

Að loknu málþingi

Við viljum færar öllum þátttakendum á málþingi um náttúrufræðimenntun fyrir komuna. Sérlega viljum við þakka þeim 60 sem voru með framlög af einhverju tagi fyrir þeirra framlag. Það er greinilegt að það er margt áhugvert að gerast í náttúrufræðimenntun og við urðum vör við mikla ánægju með það sem í boði var.

Skjákynningar frá flestum kynningum má nálgast við ágrip þeirra.

Myndir frá málþinginu má sjá hér, nokkrar í viðbót hér og  myndir úr stofu 207. Gaman væri að sjá myndir frá fleirum, sendið endilega myndir eða tengil á svavap@hi.is.

Náttúrufræðikennarar af öllum skólastigum eru hvattir til að ganga í hóp félaga sinna á Facebook sjá: https://www.facebook.com/groups/222107594472934/

Samlíf, samtök líffræðikennara http://www.lifkennari.is/ og Félag raungreinakennara http://www.ki.is/?PageID=2175 bjóða líka nýja félaga velkomna

Kv. Undirbúningshópurinn

03/06/2013
by svava
Comments Off on Umræða um náttúrufræðimenntun á tuttugustu og fyrstu öld.

Umræða um náttúrufræðimenntun á tuttugustu og fyrstu öld.

Á málþinginu mun fara fram umræða um ákveðin þemu með svokallaðri fiskabúrsaðferð. Í aðferðinni  er þáttakendum raðað í hringi hver utan um annan og í innsta hring sitja fjórir málshefjendur. Þeir byrja umræðuna með  stuttum  inngang þar sem gjarnan eru sett fram sjónarmið þess sem talar og velt upp spurningum og álitamál varðandi þemað sem er til umræðu.  Hver sem er úr ytri hring má svo snerta einhvern úr innri hring og fá hjá honum sætið og taka þátt í umræðunni.  Sá úr innri hring stendur þá upp og fær sér sæti í ytri hring. http://en.wikipedia.org/wiki/Fishbowl_(conversation)

Þemun sem til umræðu verða má sjá hér að neðan og taka mið af erindi Reiss.

A. Inntak, hæfniviðmið og námsmat: Hvernig ætti námsmati að vera háttað í náttúrufræðimenntun?

B. Kennsluhættir, verkleg vinna og inntak:  Hversu mikilvægur er verklegur þáttur í náttúrufræðum?

C. Hver ættu að vera markmiðin með menntun í náttúrufræðum og raungreinum. M.a. með tilliti til grunnþátta nýrra námsskráa?

D. Hvernig getum við tekið tilliti til námsþarfa mismunandi nemenda og hvernig þeir læra?

03/06/2013
by svava
Comments Off on Ágrip Michael J. Reiss

Ágrip Michael J. Reiss

Science Education in the 21st Century

Michael J Reiss

What sort of school science education do we need for the 21st century? This talk will examine this question, looking at issues of curriculum, pedagogy and assessment. I argue that we need science education to be true to science and true to education. We also want a science education that not only maximises student understanding but makes students keen to continue to participate in science. I conclude that we need to be clearer about the purpose of laboratory work and the contribution of learning outside of the classroom. We need to take account of the diversity of learners in our schools. And we need to ensure that school science education enables learners to be critical about what they hear and read. I end by describing some recent research I have been undertaking with colleagues which looks at why students choose or do not choose to study mathematics or physics at university. This has clear implications for how we teach mathematics and science in schools.

Lauleg þýðing:

Hvers konar náttúrufræðimenntun þurfum við í skólum á 21stu öldinni? Í Erindinu mun ég ræða þessa spurningu, líta á atriði varðandi námsskrár og innihald þeirra, kennslufræði og námsmat. Ég held því fram að náttúrufræðimenntun þurfi að halda vísindum á lofti og þörfum menntunar. Markmiðin eigi ekki eingöngu að vera sú að auka þekkingu og skilning nemenda heldur að vekja áhuga þeirra til að taka þátt í vísindum. Mín niðurstaða er sú að tilgangur verkelegrar kennslu þurfi að vera okkur skýr og hlutver náms utan kennslustofunnar. Taka þarf tillit til ólíkra nemenda og ólíkra þarfa nemenda. Einnig þurfum við að tryggja að náttúrufræðimenntun geri nemendur hæfa til að líta gagnrýum augum á það sem þeir heyra og sjá. Í lokin mun ég ræða mínar um nýlegar rannsóknir um hversvegna nemendur velja að nema stærðfærði og eðlisfræði í háskólum. Slíkt hefur beina skírskotun til þess hvernig við kennum stærðfræði og náttúrugreinar í skólum.

26/05/2013
by svava
Comments Off on Skráning hafin

Skráning hafin

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun efnir til málþings um nám og kennslu í náttúrufræðigreinum á 21. öldinni, miðvikudaginn 5. júní 2013 kl. 9:00 – 17:00.

Málþingið verður haldið í aðalbyggingu Menntavísindasviðs við Stakkahlíð og er ætlað kennurum á öllum skólastigum. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, fyrirlestra, kynningar og smiðjur.
Aðalfyrirlesari málþingsins verður Michael Reiss prófessor við University of London http://www.ioe.ac.uk/staff/CPAT/GEMS_71.html

Skráning hér

Dagskrá má sjá hér.

Málþingið er haldið í samstarfi við:

Samlíf, Samtök líffræðikennara http://www.lifkennari.is/
Félag leikskólakennara http://fl.ki.is/
Félag náttúrufræðikennara í grunnskólum http://www.fng.is/

Náttúrutorg http://natturutorg.is/