Málþing um náttúrufræðimenntun

Erindi, kynningar og smiðjur.

Umræða um náttúrufræðimenntun á tuttugustu og fyrstu öld.

Á málþinginu mun fara fram umræða um ákveðin þemu með svokallaðri fiskabúrsaðferð. Í aðferðinni  er þáttakendum raðað í hringi hver utan um annan og í innsta hring sitja fjórir málshefjendur. Þeir byrja umræðuna með  stuttum  inngang þar sem gjarnan eru sett fram sjónarmið þess sem talar og velt upp spurningum og álitamál varðandi þemað sem er til umræðu.  Hver sem er úr ytri hring má svo snerta einhvern úr innri hring og fá hjá honum sætið og taka þátt í umræðunni.  Sá úr innri hring stendur þá upp og fær sér sæti í ytri hring. http://en.wikipedia.org/wiki/Fishbowl_(conversation)

Þemun sem til umræðu verða má sjá hér að neðan og taka mið af erindi Reiss.

A. Inntak, hæfniviðmið og námsmat: Hvernig ætti námsmati að vera háttað í náttúrufræðimenntun?

B. Kennsluhættir, verkleg vinna og inntak:  Hversu mikilvægur er verklegur þáttur í náttúrufræðum?

C. Hver ættu að vera markmiðin með menntun í náttúrufræðum og raungreinum. M.a. með tilliti til grunnþátta nýrra námsskráa?

D. Hvernig getum við tekið tilliti til námsþarfa mismunandi nemenda og hvernig þeir læra?

Comments are closed.