Ágrip málstofur í lotu 4 laugardag kl. 11:25-12:25 Sjá dagskrá og Zoom stofur
Stofa A
A10. Menntun til sjálfbærni á unglingastigi
Brynhildur Bjarnadóttir, Háskólinn á Akureyri
Hvernig vinnum við með grunnþáttin sjálfbærni á unglingastigi? Hvað felst í því að vinna þvert á greinar og samþætta sjálfbærni við aðrar námsgreinar? Hvernig eflum við getu nemenda okkar til aðgerða? Hvernig eflum við okkur sem kennara í sjálfbærni á unglingastigi? Hvaða kennsluaðferðir henta í þessu sambandi?
Til þess að nemendur framtíðarinnar geti leitað lausna sem leiða til sjálfbærni, þurfa þeir að fá tækifæri til að velta fyrir sér sínum eigin gildum og viðhorfum. Hugtökin valdeflandi kennsla og umbreytandi nám hafa oft verið notuð í þessu samhengi. Í erindinu verður fjallað um kennsluaðferðir sem ýta undir frumkvæði, virkni og nýsköpun nemenda s.s. nemendamiðað leitarnám. Tekin verða dæmi um viðfangsefni sem hægt er að vinna eftir og með í kennslustofunni. Öll viðfangsefnin miða að því að efla getu nemenda til aðgerða og virkja nemendur í gegnum allt námsferlið. Þá verður einnig rætt um hlutverk kennarans sem leiðtoga sem leiðbeinir og vinnur í teymisvinnu með öðrum kennurum stigsins.
A11. Líffræðivefurinn – Rafrænt námsefni á framhaldsskólastigi
Íris Thorlacius Hauksdóttir
Í þessari kynningu verður fjallað um meistaraverkefni sem unnið var veturinn 2019-2020. Markmið verkefnisins var að kanna notkun rafræns námsefnis í íslenskum framhaldsskólum og setja saman dæmi um slíkt efni fyrir lífeðlisfræðikennslu á framhaldsskólastigi. Efnið sem sett var saman má nálgast á http://www.liffraedi.is. Margir kennarar kalla eftir rafrænu efni í auknum mæli en mikil þróun hefur átt sér stað í hvers konar miðlun og námsefnisgerð síðustu ár. Sagt verður frá ferlinu sem liggur að baki uppsetningu líffræðivefsins og rætt verður um þá kosti og galla sem fylgja notkun á stafrænu efni. Einnig verður sagt frá upplifun nemenda og þeirra skoðanir á rafrænu námsefni dregnar fram.
A12. Creating authentic laboratory experiences … @home
Sean Scully, University of Akureyri
The challenges of providing engaging, high-quality, hands-on science education, particularly for students that are studying remotely, have only been exacerbated by the pandemic. Fortunately for educators, there are inexpensive and easily obtainable materials that can be adapted to create authentic science experiences at home. Fostering engagement in a distance-learning context is challenging given the separation of teacher and students in time and space. Engagement has behavioral, emotional, and cognitive components. By using this knowledge, activities can be designed to “hook” participants into taking a more active role in learning. Three cases involving the adaptation of biology lessons will be presented. Firstly, a lesson on enzymes (for secondary school students) involving examining the types of enzymes present in fish organs using household items sent through the mail and facilitated via Zoom, will be detailed. Secondly, the same lesson was adapted to meet the needs of a first-year university course. Thirdly, the adaptation of a second-year university course practical exercise on the separation of enzymes and their quantification using smart phone spectrophotometers and inexpensive materials for protein separation will be presented. General advice for creating and adapting remote, hands-on lessons will be discussed.
Stofa B
B10-12. Hringborðsumræða um stöðu eðlisfræði- efnafræði og stjörnufræði í skólakerfinu.
Haukur Arason Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Birgir Ásgeirsson, formaður félags raungreinakennara
Ágrip
Umræðan mun taka eina klukkustund.
Stofa C
C10-12. Menntafléttan – námssamfélög náttúrufræðikennara
Oddný Sturludóttir Menntavísindasvið Háskóla Íslands / Menntavísindastofnun Háskóla Íslands
Menntafléttan – námssamfélög í skóla- og frístundastarfi er samstarfsverkefni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Kennarasambands Íslands. Menntafléttan er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneyti og fjármagn til verkefnisins er tryggt til ársloka 2022. Þátttökugjöld skóla og kennara falla því alfarið niður á verkefnatímanum.
Námskeið Menntafléttunnar verða 45-50 á verkefnatímanum og 10 þeirra verða á sviði náttúrufræðimenntunar. Á ráðstefnunni kynna verkefnastjórar hugmyndafræði verkefnisins, sem gengur út á starfsþróun sem samofin er daglegu starfi kennara og nær yfir langan tíma. Rauður þráður Menntafléttunnar er að námskeiðin stuðli að þróun námssamfélaga í skólum og ígrundun um eigið starf.
Fagteymin sem skipuð hafa verið, eða eru á teikniborðinu tengd náttúrufræði takast á við þróun námskeiða fyrir kennara leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Viðfangsefnin eru sjálfbær þróun, hugtakaskilningur, skapandi náms- og kennsluhættir og verklegar æfingar.
Undir hatti Menntafléttunnar verða þróuð, auk námskeiða í náttúrufræði, námskeið í stærðfræði, íslensku og læsi, auk þverfaglegra námskeiða sem snúa að námi og kennslu, vellíðan, heilsu, frístundastarfi og forystu í menntakerfinu.
Verkefnastjórinn mun kynna hugmyndafræði fléttunnar og síðan munu fulltrúar fagteyma segja stutt frá þeim námskeiðum sem í smíðum eru.