Málþing um náttúrufræðimenntun

Erindi, kynningar og smiðjur.

Ágrip erinda 2023

Inngangserindi

HVAÐ EF? Um námskrárþróun í náttúruvísindum            Meyvant Þórólfsson

HVAÐ EF? er megintitill þessa erindis. Staðleysuskilyrðingar (counterfactuals) eru þekktar úr margs konar samhengi, vísindaskáldsögum, útópíuskáldskap og dystópíuskáldskap, einnig úr umræðu um náttúru (eðli) hlutanna og náttúrulögmálin. Náttúruvísindin fela í sér urmul af áhugaverðum vangaveltum um hluti sem teljast ekki geta gerst, en gætu þó að sumra mati gerst miðað við ákveðnar forsendur.

 HVAÐ EF hægt væri að beygja tiltekin náttúrulögmál? Svar eðlisfræðingsins Brendan Carters var afdráttarlaust: Útilokað, enda tilvist okkar háð fínstillingu þessara lögmála (delicate tuning of the laws). Stephen Hawking líkti þessu við hafragrautinn hennar Gullbrár, lögmálin væru stillt hárnákvæmt (just right) svo líf gæti þrifist. Hann nefndi brautarsvæði jarðar Goldilocks Zone.

 Jörðin, umhverfi hennar og náttúrulögmálin sem hún tilheyrir fela í sér allt sem að náttúruvísindamenntun snýr og hefur alltaf gert, en í ótrúlega margbreytilegum birtingarmyndum. HVAÐ EF samkomulag hefði alltaf ríkt um stöðu og skilgreiningu þessa námssviðs í almenna skólakerfinu, markmið, inntak, aðstæður til náms, kennsluhætti eða námsmat?

 Í erindinu er þessi mikilvæga spurning rædd með hliðsjón af námskrárþróun í náttúruvísindum í ljósi eftirfarandi:

  1. „Skrúðgarðurinn“ – Nýtt kemur inn, sárafátt fer út í staðinn
  2. Hvað felst í heiti? – Orðanotkun tengd náttúruvísindum
  3. Náttúruvísindamenntun fyrir og eftir Beyond 2000
  4. Hvað svo? HVAÐ EF?

Meyvant Þórólfsson er prófessor emeritus við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hann hefur tekið þátt í ýmsum rannsóknum og verkefnum, greinaskrifum og ráðstefnuerindum hér á landi og erlendis með megináherslu á náttúruvísindi, námskrár, námsmat, stærðfræði, aðferðafræði og kennslufræði.

Science on Stage Europe.  David Featonby

Science on Stage – initially launched as Physics on Stage in 1999 – is designed by and for  European teachers to share good practice in science teaching and to discuss ways of improving the quality of science lessons. Our non-profit organisation brings together STEM teachers to share their teaching ideas and thereby Inspire and excite students across Europe and beyond.

36 Countries are member of Science on Stage Europe and we estimate that each year we reach over 100,00 teachers.

In addition to a biannual festival , (next year in Finland) we facilitate joint projects across borders,  produce (free)  teaching materials, and encourage teacher exchange  …details of which will be found on our stand, and at the Science on Stage workshop/lecture.

More details can be found on our website https://www.science-on-stage.eu/ 

David Featonby er breskur eðlisfræðingur og fyrrverandi framhaldsskólakennari til 35 ára. Hann var m.a. fagstjóri í eðlisfræði og náttúruvísindum við Walbottle Grammar School. Eftir starfslok hefur hann starfað fyrir bresku eðlisfræðistofnunina að stuðningi við eðlisfræðikennara og við kynningarstörf. Hann situr í stjórn evrópsku samtakanna Science on Stage og hefur tekið þátt í öllum Science on Stage Festivals síðan 2005, auk þess að vera með vinnustofur á mörgum ráðstefnum í Bretlandi og um alla Evrópu.

The Role of Nature Connection in Childhood Education.  Meghan Orman

Brief description and bio: Forming a psychological and emotional connection with the natural world – above and beyond spending time in nature – is important for children’s well-being and their sustainable behaviors. In this talk, Meghan will discuss the science behind nature connection, its benefits for children and the environment, and the educator’s role in promoting nature connection in children. 

Meghan Orman is a PhD candidate in Applied Developmental Psychology at the University of Pittsburgh and a Fulbright-National Science Foundation Arctic Research Fellow at Háskóli Íslands.”

Ágrip erinda, vinnustofa og bása í stafrófsröð

Vatn í daglegu lífi íbúa heimsins: Hvað vitum við? Hvað gerum við? Hverju trúum við?

Bás og veggspjöld með ýmsu efni, myndbönd, kennsluhugmyndir

Allyson Macdonald, Benjamin Aidoo and Ephraim Esene Ahiagba  Háskóla Íslands, Menntavísindasvið

What is water? Is it just a chemical compound? Our lives depend on water and it is essential that we find sustainable ways to access fresh water. This is not a the task for individuals. Collective efforts are needed to develop knowledge for effective water management and innovative water technology. Large cities like New York and Singapore and industries around the world develop custom-made solutions for treating and transporting supplies of fresh water, desalinated water, or gray water. Water is a social force and the need for water for human consumption has had far reaching effects on the role of women, education and literacy.

At the Water booth we will share information on a project on the views of professionals on sustainability of water and its role in society. Twenty-one people were interviewed on these topics using a dyadic approach i.e. two researchers and two interviewees engaged in a critical discussion. Views differed on whether sustainability is what you are or what you do. When moving on to water for human consumption, the gendered imbalance in providing it was discussed identified.

You will also find material on the Sustainable Development Goal 6 on Clean water and sanitation and on the UN Water Action Decade 2018-2028

https://www.un.org/sustainabledevelopment/water-and-sanitation/

https://www.un.org/sustainabledevelopment/water-action-decade/

Come and join us for a few minutes at the Water booth – talk to us – tell us what you think about providing water and providing for the sustainability of water.

Get ready for 22nd March 2028. You will find a few ideas for encouraging learning about water and sustainability. We have just passed the halfway mark of the UN Decade of Water Action. Schools and organisations around the world have started carrying out activities and preparing for the International Day of Water for Sustainability.

Start planning now and build your work on student initiative which is the focus of the SESI project responsible for the booth.

 

Anna Katrín Guðmundsdóttir, verkefna- og viðburðastjóri, Náttúruminjasafn Íslands. 
Bás  

Náttúruminjasafn Íslands stendur fyrir öflugu safnkennslustarfi á sýningu safnsins, Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni.  Markmið fræðslunnar er að styðja við náttúrufræðikennslu á öllum skólastigum á skapandi og hvetjandi hátt og kynna fyrir nemendum spennandi heim náttúruvísindanna.  Í byrjun febrúar opnaði safnið nýtt vefsvæði, https://frodleiksbrunnur.is/ þar sem finna má alls konar fræðslu og leiki tengda náttúrunni sem er sérsniðið að grunnskólabörnum og hentar vel sem námsefni í grunn- og leikskólum.  Náttúruminjasafnið vinnur um þessar mundir að gerð grunnsýningar í nýjum höfuðstöðvum safnsins á Seltjarnarnesi, Náttúruhúsi í Nesi. Sýningin mun hverfast um hafið og lífríki þess. Af því tilefni stendur yfir kosning á sögudýri sýningarinnar í opinni kosningu á https://frodleiksbrunnur.is/kosning-a-sogudyri/.  Sögudýrsins verður leitað í fjörunni og stendur valið á milli átta dýra sem öll skipa sinn sess í vistkerfi fjörunnar.  Fróðleik um dýrin  má sækja á vefsíðunni.  Jafnframt eru fyrirhugaðir viðburðir tengdir fjörudýrunum í vor, fjöruferðir og kynning á dýrunum. Náttúruminjasafnið hefur því mikinn áhuga á að vera með bás til að kynna sérstaklega þennan nýja vettvang, Fróðleiksbrunninn, kosninguna á sögudýri nýrrar sýningar og að sjálfsögðu metnaðarfulla safnkennslu í náttúrufræðum og viðburði henni tengdri.    

 

Ásdís Ingólfsdóttir, framhaldsskólakennari, Kvennaskólinn í Reykjavík. 
Erindi
Hvernig ég varð rokkstjarna í efnafræðikennslu
Eftir styttingu framhaldsskólans hef ég tekið að mér kennslu í efnafræði í félags- og tungumálabekkjum. Þar er annað námsefni og önnur nálgun en í kennslu nemenda náttúrufræðideildar. Nemendur mínir hafa margir frekar neikvætt viðhorf til efnafræði í upphafi en mér hefur tekist að snúa því viðhorfi og mörg hver verða mjög ánægð í lok áfangans, svo ánægð að nú hef ég skipulagt valáfanga í framhaldinu sem boðið er upp á annað hvert ár sérstaklega fyrir félags- og tungumálabekki.   

 

Brynja Stefánsdóttir, grunnskólakennari, Stapaskóli.  
Erindi  

Stapavaka-Vísindavaka á grunnskólastigi  

Stapavaka kynnt eins og hún hefur verið framkvæmd í Stapaskóla seinustu ár. Keppni í vísindalegum vinnubrögðum með yfirþema sem breytist milli ára. Lagt er upp með skapandi hugsun nemenda en unnið er með skýrslugerð, upptökur og aðrar tegundir miðlunar þar sem dómarar koma í hús og meta gengi. Gefin eru verðlaun fyrir 1-3 sæti. Utanumhald vökunnar gert sýnilegt ásamt því að kynnt er hugmynd um tækniteymi sett saman af nemendum sem fá það hlutverk að stýra vinnu annarra. Virkilega fjölbreytt nálgun til að efla áhuga á náttúrugreinum. 

 

 

Eydís Ósk Indriðadóttir, grunnskólakennari, Grunnskóli Húnaþings vestra. 
Erindi 

Sýn barna á náttúrufræði og náttúrufræðikennslu.  

Mig langar að segja frá mastersverkefninu mínu sem heitir Sýn barna á náttúrufræði og náttúrufræðikennslu. Markmiðið með þessu rannsóknarverkefni var að varpa ljósi á sýn barna á kennslu og nám náttúrugreina og skoða áhuga þeirra á faginu. Leitast var við að fá svör við eftirfarandi spurningum: Hvað finnst nemendum um kennsluna og námið, hver eru viðhorf þeirra til hennar og hvað er náttúrufræði í þeirra augum? Ég vildi rannsaka þessi atriði þar sem ég tel mikilvægt að kennsla sé á þann hátt að hún kveiki áhuga hjá nemendum og einnig að áhuginn viðhaldist. Tekin voru viðtöl við 42 nemendur af öllum stigum grunnskóla úr 12 skólum. Spurningarnar sem viðtölin voru byggð á eru 8 talsins ásamt nokkrum undirspurningum. Beindust spurningarnar aðallega að sýn nemendanna á kennslu náttúrufræðinnar og eins sýn þeirra á kennslustundirnar sjálfar. Að auki lék mér forvitni á að vita hvernig kennsluaðferðir nemendur vilja hafa í þessum kennslustundum, hvað hjálpi þeim við að læra efni og hvort nemendur tengdu náttúrufræði við daglegt líf. 

  

Haraldur Haraldsson, grunnskólakennari, Akurskóli.  
Erindi 

Náttúrugreinar og ÍSAT nemendur. Hvað virkar? 

Nemendum með íslensku sem annað tungumál (ÍSAT) fer fjölgandi og geta reynst töluverð áskorun fyrir kennara. Í erindinu eru tekin saman nokkur hagnýt atriði og ráð úr fræðigreinum sem sýnt hefur verið fram á að reynast slíkum nemendum vel án þess þó að gera óraunhæfar kröfur til kennarans.  

 

Haukur Arason, dósent, Háskóli Íslands. 
Erindi 

Náttúruvísindaáherslur í mats- og hæfniviðmiðum í núgildandi aðalnámskrá grunnskóla  

Rök fyrir menntun í náttúruvísindum má flokka með eftirfarandi hætti: Hagnýtt gildi fyrir hvern einstakling, hagrænt gildi fyrir samfélagið, menningarlegt gildi, gildi fyrir lýðræðislega umræðu, gildi fyrir nýsköpun og tækniþróun og gildi fyrir félagslegt réttlæti. Síðan geta ýmis markmið tengst fleiri en einum flokki, má þar til dæmis nefna markmið eins það að efla áhuga nemenda á náttúruvísindum. Jafnframt er gagnlegt að hafa í huga tvennskonar hlutverk náttúruvísindakennslu en það er annars vegar að efla náttúruvísindamenntun fyrir almenning og hins vegar náttúruvísindamenntun sem undirbúningur undir sérhæft nám og störf í vísindum og tækni. Hér verða skoðuð mats- og hæfniviðmið tengd náttúruvísindanámi í núgildandi aðalnámskrá grunnskóla út frá því hvernig þau falla undir eða tengjast þeim mismunandi markmiðum sem setja má menntun í náttúruvísindum. 

 

Hildur Arna Håkansson, grunnskólakennari, Skarðshlíðarskóli.  
Smiðja/vinnustofa  1. klst.

Breakout EDU í kennslu  

Breakout Edu er frábær viðbót við kennsluaðferðir í kennslustofunni. Markmiðið er að leysa ýmsar þrautir áður en tíminn rennur út. Til þess nýta nemendur vísbendingar sem opna allskonar lása sem læsa hlutum. Þannig vinna nemendur með þrautalausnir sem reyna á þrautseigju, samvinnu, samræður og að hugsa út fyrir kassann. Kostir Breakout Edu er að það er frábært tæki til að samþætta námsgreinar, frábært hópefli og þá má auðveldlega nýta það sem kveikju eða upprifjun á námsefni nú eða bara til skemmtunar! Breakout Edu hentar öllum aldri og öllum námsgreinum. 

 

Jóhann Örn Sigurjónsson, nýdoktor, Háskólinn á Akureyri og Meyvant Þórólfsson, prófessor emeritus, Háskóli Íslands.

Erindi 

Norrænt samstarf um menntun bráðgerra nemenda í raunvísindum  

Í núgildandi aðalnámskrá kemur fram að í skóla án aðgreiningar felist réttur bráðgerra nemenda til námstækifæra við sitt hæfi, til dæmis með fleiri og flóknari markmiðum og krefjandi námi á eigin forsendum sem er þeim merkingarbært. Á sama tíma er menntun bráðgerra nemenda tiltölulega ungt fræðasvið í norrænu samhengi. Á nýliðnum misserum var stofnað til norræns samstarfs um menntun bráðgerra nemenda (Nordic Network for Gifted Education, NNGE). Fjölmargar rannsóknir á þessu sviði eru nú í gangi á Norðurlöndum, sérstaklega í Svíþjóð þar sem styrktur var doktorsskóli með tíu doktorsverkefnum á sviðinu. Nefnd verða dæmi um þau verkefni, til dæmis sem snúa að mismunandi notkun tölvutækni til að styðja við nám og velferð bráðgerra nemenda. Sagt verður nánar frá einni tiltekinni rannsókn um sjálfsstýrt netnám með ítarlegri endurgjöf til að auðga tækifæri nemenda í blönduðum námshópum í stærðfræði. Spurningum verður velt upp um stöðuna hér á landi og mögulegt yfirfærslugildi norrænna rannsókna yfir á íslenskar aðstæður í raunvísindakennslu.  

Karen Lind Árnadóttir, BS í Landslagsarkitektúr
Erindi 

Leikskólalóðir á norðurslóðum  

Kynning á skýrslu um Leikskólalóðir á norðurslóðum. Leikskólalóðir skipa stórt hlutverk í skólastarfi leikskólabarna. Þar kynnast börnin umhverfi sínu og efla hreyfi- og félagsþroska. Við hönnun leikskólalóða skiptir því miklu máli að skapa ævintýralegt og náttúrulegt leikumhverfi sem býður uppá fjölbreyttar upplifanir barnanna. Markmið verkefnisins var að rýna í hönnun leikskólalóða á Norðurlandi og skoða hvaða hönnunarþættir eru mikilvægir fyrir skólastarfið. Afurð verkefnisins er verkfærakista sem nýtist landslagsarkitektum við hönnun leikskólalóða og sem kennsluefni fyrir nema í landslagsarkitektúr. 

 

Lemke Meijer, Concept designer, Gagarin
Erindi 

Ocean education in VR  

Lemke is an interaction designer at Gagarin Interactive.  She creates concepts for interactive experiences for museums and exhibitions and in her work she presents audiences with a new angle of perception or tries to seduce them into unexpected encounters. While playing with the senses and creating a context for a specific emotional experience she immerses the audience in the story being told. She likes to find creative ways to explain complicated matters in a comprehensible way.

In this presentation, Lemke will discuss Gagarin’s approach to designing ocean education in Virtual Reality, focusing on the underrepresented Arctic Ocean in education.
The design work is part of the Astrid Arctic Ocean, a research-driven project from Gagarín, partly funded by Rannís.
Lemke will explain why we have emphasized the study of fostering empathy through embodiment and interactions in immersive realities and what role that type of experience can play in education for sustainability.

 

 

Margrét Hugadóttir, leiðtogi þekkingarmiðlunar og fræðslu, Elliðaárstöð
Erindi 

Nýr straumur í Elliðaárstöð  

Margrét Hugadóttir, leiðtogi þekkingarmiðlunar og fræðslu í Elliðaárstöð segir frá fræðsluframboði í Elliðaárstöð og hvernig má nota STEAM menntun í fræðslu um orku, auðlindir og vísindi. Leiðarljós fræðslu í Elliðaárstöð er STEAM menntun en hún samþættir vísindi, tækni, verkfræðihugsun, listir og stærðfræði. Við skoðum hvernig hlutirnir voru í fortíðinni og hvernig þeir verða mögulega í framtíðinni. Elliðaárstöð er nýr áfangastaðir í Elliðaárdal. Hús sem áður hýstu iðnað og raforkuframleiðslu fá nýtt hlutverk í fræðslu um vísindi, orku og auðlindir. Í stað þess að virkja vatnsstrauminn fyrir raforkuframleiðslu virkjum við hugvit gesta og styðjum við nýsköpun. https://ellidaarstod.is/ 

 

Ragnhildur Guðmundsdóttir, safnkennari, Náttúruminjasafn Íslands 
 og Helga Aradóttir, safnkennari, Náttúruminjasafn Íslands 

Erindi 

Náttúruminjasafn Íslands sem námsvettvangur  

Náttúruminjasafn Íslands býður uppá fræðslu fyrir skólahópa á öllum skólastigum á sýningunni Vatnið í náttúru Íslands á 2. Hæð Perlunnar alla virka morgna. Markmið safnfræðslunnar er að styðja við náttúrufræðikennslu á skapandi og hvetjandi hátt og kynna fyrir nemendum spennandi heim náttúruvísindanna en einnig að vekja nemendur til umhugsunar um umhverfi sitt og tengsl manns og náttúru. Til að ná til fleiri hópa en þeirra sem koma á sýninguna sem staðsett er í Reykjavík þá opnaði Náttúruminjasafnið einnig fræðsluvef, frodleiksbrunnur.is. Á sýningunni og vefnum er boðið uppá nokkrar fræðsluleiðir og eru þær sniðnar að þörfum mismunandi skólastiga. Fræðsluleiðirnar tengjast allar efni sýningarinnar en skólaárið 2022-2023 höfum við lagt áherslu á líffræðilega fjölbreytni. Í því tilliti höfum við staðið fyrir þróunarverkefni í samstarfi við átta grunnskóla víðsvegar um landið þar sem haldnar hafa verið vinnustofur sem leiddar hafa verið af listafólki en verkefnið er einnig unnið í samstarfi við BIODICE sem er samstarfsvettvangur um aukna vitundarvakningu á mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni. Hugmyndin á bak við verkefnið er að finna leiðir til að kenna flókin hugtök í vísindum í gegnum listræna úrvinnslu. Afrakstur verkefnisins verður sýndur í sérsýningarrými Náttúruminjasafnsins, Dropanum, á Barnamenningarhátíð 18.- 23. apríl næstkomandi 

  

Rebekka Lind Guðmundsdóttir Meistaranemi og leiðbeinandi í Kerhólsskóla
Erindi 

Snillistund í náttúrugreinakennslu – Áhugadrifin og nemendamiðuð nálgun 

Meistaranemi í náttúrugreinakennslu kynnir verkefni sitt, Snillistund, þar sem unnið er með áhugadrifnar og nemendamiðaðar kennsluaðferðir og hugmyndir 20time og Genius hour í náttúrugreinakennslu á unglingastigi grunnskóla. Í Snillistund eiga nemendur að gerast eins konar verkstjórar í eigin námi og þekkingarleit og ráða förinni nær eingöngu sjálfir. Nemendur tengdu verkefni sín við hæfniviðmið Aðalnámskrár og unnu á sama tíma með lykilhæfni þar sem þeir skráðu sjálfir viðmið um árangur. Rannsóknin var starfendarannsókn með blönduðum aðferðum þar sem markmiðið var að skoða mögulegan ávinning en einnig áskoranir við slíka kennsluhætti í náttúrugreinum. Rannsakandi skoðaði hvernig gekk að stýra þess háttar kennslu og að einstaklingsmiða hana að þörfum nemenda. Einnig var sjónum beint að viðhorfi nemenda gagnvart slíku námi og hvort tækist að vekja áhuga nemenda á náttúrugreinum í gegnum ferlið. Fyrirkomulag Snillistundar verður kynnt ásamt gögnum sem notuð voru til kennslunnar, myndum af verkefnum nemenda og niðurstöðum rannsóknarinnar. 

Sigrún Svafa Ólafsdóttir, verkefnastjóri í STEM þróunarverkefnum GeoCamp,  og Arnbjörn Ólafsson, framkvæmdastjóri GeoCamp og Ólafur Jón Arnbjörnsson stjórnandi í GeoCamp. 

Erindi 

Þverfagleg verkefni í raungreinum / STEM 

GeoCamp Iceland hefur lengi alið með sér þann draum að stofna miðstöð fyrir raungreinar á Reykjanesi. Vinnuheitið í daglegu tali hefur verið Raungreinabúðir og stóra langtímamarkmiðið er að sú miðstöð verði aðgengileg fyrir alla raungreina- og náttúrufræðikennara á Reykjanesi, vonandi með góðum faglegum tengslum við samstarfsaðila bæði innanlands og erlendis.  Nú hefur  skref verið tekið í þessa átt, með þátttöku GeoCamp í evrópskum STEM verkefnum styrkt af Uppbyggingarsjóði EES. Okkar sýn er að svona verkefni geti eflt umræðuna um raungreinakennslu, aukið fjölbreytnina í t.d.  verklegri kennslu, útikennslu og veitt innblástur til spennandi þverfaglegra verkefna, bæði innan hvers skóla, milli skóla, skólastiga og milli landa. Við erum því að leita að öllum hugsanlegum samstarfsaðilum hér á landi, sem gætu tengst raungreinabúðum á einn eða annan hátt. Okkar ósk er að kynnast sem flestum áhugasömum náttúruvísindakennurum, fá tækifæri til að tengjast öðrum eldhugum í faginu, deila hugmyndum, fá nýjar hugmyndir og leggja okkar af mörkum til að efla raungreinaáhuga  á Íslandi.  

Sigurgrímur Skúlason frá Menntamálstofnun
Hringborð

Matsferli og námsmat í náttúrugreinum

Sigurgrímur Skúlason frá Menntamálstofnun gefur yfirlit yfir námsmatsramma. Í framhaldinu verða ræddar hugmyndir um náttúruvísindi í matsferli, uppbyggingu á „stærri“ matsverkefnum sem taka a.m.k hálftíma fyrir nemendur að vinna, hugsanleg viðfangsefni, uppbyggingu og matskvarða með það fyrir augum að kalla fram hugmyndir að uppbyggingu verkefna og matskvarða sem síðan veðri  hægt að nota fyrir mörg ólík viðfangsefni.

Sigurlaug Arnardóttir, kennari og sérfræðingur hjá Landvernd (sigurlaug@Landvernd.is) og Ósk Kristinsdóttir kennari og sérfræðingur hjá Landvernd. 

Erindi 

Loftslagssmiðjur 

Loftslagssmiðjur er nýtt námsefni frá menntateymi Landverndar. Efnið er ætlað unglingastigi grunnskólans og fyrstu bekkjum framhaldsskóla. Þetta eru átta smiðjur hver með sitt þema. Í smiðjunum er lögð áhersla á að nemendur nálgist loftslagsmálin á fjölbreyttan hátt. Þær eru nemendamiðaðar og er áhersla lögð á sköpun, gagnrýna hugsun, hnattræna hugsun og vísindaleg vinnubrögð. Efnið má nýta á fjölmarga vegu, t.d. þar sem kennt er samþætt, þar sem kennt er í lotum, í þemavinnu en einnig má nýta eitt og eitt verkefni til þess að leggja fyrir samhliða öðru námsefni. Smiðjurnar geta myndað stóra heild, en einnig er hægt að búta þær niður þar sem hvert verkefni stendur sjálfstætt.  

 Sinéad McCarron, grunnskólakennari, Landakotsskóli 

Erindi 

STEAM Education – A Transdisciplinary learning approach to enhance science eduction  

STEAM is an educational approach to learning that uses Science, Technology, Engineering, the Arts and Mathematics as access points for guiding student inquiry, dialogue, and critical thinking. Student take thoughtful risks, engage in experiential learning, persist in problem-solving, embrace collaboration (S(TEAM)), and work through the creative process. The classroom is based around project-based learning as a framework for exploration and discoveries with tactile outcomes away from their text books.  

 

Sólrún Harðardóttir, sjálfstætt starfandi námsefnishöfundur  
Erindi 

Að vera hluti af náttúrunni – námsefni um nánasta umhverfi  

Að njóta sín í náttúrunni er ákveðinn hæfileiki eða færni sem vert er að rækta og efla. Þetta er ekki bara rómantík! Þessi hæfileiki skilar sér einfaldlega í betri líkamlegri líðan og ekki síður andlegri. Nám og starf verður léttara, streita minnkar, gleði eykst – og líkaminn verður stæltur.  Í gildandi aðalnámskrá grunnskóla og leikskóla er víða fjallað um nánasta umhverfi nemenda, mikilvægi útináms og vettvangsferða. Grunnþættir menntunar hríslast sömuleiðis um málefnið. Sólrún Harðardóttir kennari og námsefnishöfundur hefur unnið námsefni sem sérstaklega fjallar um náttúru heimabyggðar. Hér fær fræðsluvefur, Þar á ég heima, um náttúru Kópavogs sérstaka athygli, en hann fór formlega í loftið í apríl 2022 – nattura.kopavogur.is. Um þessar mundir vinnur hún að vef um náttúru Reykjavíkur, Ó, Reykjavík. Með efni af þessu tagi er uppfyllt ákveðin þörf og kennurum veittur stuðningur til að nýta nánasta umhverfi í kennslu á markvissan hátt, nemendum sínum til framdráttar. Að pæla í, skilja og njóta er ákveðin forsenda þess að geta myndað samband væntumþykju og samhljóms við náttúruna. Við erum jú partur af náttúrunni. Mannkynið stendur frammi fyrir mikilli umhverfisvá. Eina raunsæja leiðin út er að við umbyltum hegðun okkar og látum af drottnunartilburðum okkar – ræktum kærleikann.   

 

Sunna Rós Agnarsdóttir, meistaranemi, Háskóli Íslands  
Erindi 

Hversdagshugmyndir um stjörnufræði: Algengi og umfang þeirra  

Hversdagshugmyndir nemenda eru hugmyndir þeirra um lífið og tilveruna, hluti og fyrirbæri, án þess að hafa fengið um þau formlega kennslu. Hversdagshugmyndir eru byggðar á eigin reynslu nemenda og eru oft á skjön við vísindalega þekkingu. Því er mikilvægt fyrir kennara að hafa hversdagshugmyndir nemenda sinna í huga við kennslu allra námsgreina og ekki síst við kennslu náttúruvísinda. Í þessu erindi verður fjallað um hversdaghugmyndir um stjörnufræði. Sagt verður frá nokkrum rannsóknum á viðfangsefninu með það að markmiði að fá yfirsýn yfir hversdagshugmyndir einstaklinga um stjörnufræði, umfang þeirra og algengi. Hversdagshugmyndir um stjörnufræði eru vinsælt rannsóknarefni þegar kemur að stjörnufræðimenntun og ljóst er að sumar hversdagshugmyndir hafa verið rannsakaðar meira en aðrar. Einhverjar hversdagshugmyndir virðast algengar meðal nemenda þvert á skólastig og birtast hjá bæði börnum og fullorðnum. Í umræðum verða rædd tækifærin til þess að vinna með þessar hversdagshugmyndir í ljósi núgildandi Aðalnámskrá sem gerir stjörnufræðinni ekki hátt undir höfði. Stjörnufræði virðist þó vera sú vísindagrein sem vekur hvað mestan áhuga á meðal fólks og sú stjörnufræðikennsla sem á sér stað í grunnskólum landsins er líklegast knúin áfram af áhugasömum náttúrufræðikennurum.”  

  

Svava Pétursdóttir, lektor, Háskóli Íslands 
Erindi 

Hvað er STEAM?  

Erindið er hugvekja um samþætta kennslu undir merkjum STEM og STEAM, gagnsemi slíkra nálgana og takmarkanir í skólastarfi. Farið verður yfir niðurstöður erlendra rannsókna og fjallað um þá hæfni sem felast á í slíkri samþættri vinnu.