Málþing um náttúrufræðimenntun

Erindi, kynningar og smiðjur.

Opið er fyrir skráningu á Málþing um náttúrufræðimenntun 2017

Opið er fyrir skráningu á Málþing um náttúrufræðimenntun sem fer fram dagana 31. mars og 1. apríl 2017 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð á vegum Rannsóknarstofu um náttúrufræðimenntun (RAUN) við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við ýmsa aðila. Skráning fer fram með því að smella hér.

Opið er fyrir skráningu til og með 30. mars.

Skráningargjaldið er 4.000 kr. Kaffiveitingar innifaldar. Greiðsluseðill verður sendur í netbanka. Skráning er bindandi.

Dagskrá

Dagskrá má nálgast hér (uppfært 19.3.2017)

Málþingsbæklingur með dagskrá og lýsingum á erindum er í vinnslu og verður birtur hér innan tíðar.

Fyrir hverja er málþingið?

Málþingið er ætlað öllum sem koma að menntun í náttúrufræði- og raunvísindagreinum ásamt örðum áhugasömum. Efni málþingsins er sniðið að öllum skólastigum. Á málþinginu verður efni frá starfandi kennurum á öllum skólastigum, leik-, grunn-, framhalds- og háskóla, skólastjórnendum, fræðafólki, fulltrúum atvinnulífsins og öðrum áhugasömum. Með náttúrufræðimenntun er átt við öll svið innan náttúru- og raunvísinda.

Vinsamlega bentu samstarfsfólki og öllum þeim sem kunna að hafa áhuga á .málþinginu á að skrá sig.

Nánari upplýsingar veitir Ester Ýr Jónsdóttir, esteryj@hi.is, hjá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

#natt2017

Að þinginu standa

Rannsóknarstofa um náttúrufræðimenntun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í samstarfi við:

Félag leikskólakennara Félag raungreinakennara
GERT Samlíf, samtök líffræðikennara
NaNO Háskólinn á Akureyri
Náttúrutorg

Comments are closed.